Fórnum ekki hagsmunum okkar!

Ég varð glaður þegar ég sá yfirlýsingu Baugs um að mótmæla hvalveiðum. Það eiga fleiri fyrirtæki að gera slíkt hið sama. Það er nefnilega þannig að stundum dettur  manni í hug orðið ,,ríkisstjórnarlýðræði". Það gengur auðvitað út á það að það skipti engu máli hvað almenningur segir, þ.e. skattgreiðendur sjálfir, því þegar ríkisstjórnin kemur saman er það alvaldið sem talar. Sjávarútvegsráðherra ætti frekar að biðjast afsökunar á að hafa hleypt þessari umræðu af stað. Sem aðili í ferðaþjónustu get ég staðfest að það eru ófá símtölin sem ég á við erlenda aðila vegna hvalveiðanna. Þótt ég sé í prinsippinu sammála því að við eigum að nýta auðlyndir hafsins eru hér einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi fyrir fjölda fólks og fyrirtæki sem hafa tekjur sínar af ferðaþjónustu. Fórnum ekki meiri hagsmunum fyrir minni! 
mbl.is Baugur lýsir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pétur Steinn Guðmundsson

Höfundur

Pétur Steinn
Pétur Steinn
Höfundur er framkvæmdastjóri Europcar bílaleigunnar á Íslandi. Höfundur er einnig áhugamaður um lögfræði
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • live
  • audi a4
  • audi a4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband