12.12.2006 | 21:39
Af hverju gera menn ekki skriflega samninga?
Í einkamáli E-5046/2006 þar sem kveðinn var upp dómur þann 13.desember 2006 hefði skriflegur samningur augljóslega gert réttarstöðu stefnda mun betri. Málið fjallaði um leigu á bíl þar sem Dagskrá.is ehf (Dagskrá) tók bíl á leigu hjá Avis og gerði samning við rekstraraðila þess um vöruskipti. Þegar Avis var svo selt til nýrra eigenda var þessi munnlegi samningur ekki sérstaklega tíundaður á milli seljanda og kaupanda. Tilvist sérkjara samningsins sem byggðu á vöruskiptum var því ekki til staðar. Við málflutning kemur fram að nýtt fyrirtæki ALP ehf (Alp) hefði tekið yfir Avis bílaleiguna og á yfirtökudegi, sem var 20. maí 2005 tók Alp við bifeiðinni sem þá var í leigu hjá Dagskrá. Þeir gefa út samninga og reikninga í samræmi við leiguna og fá ekki greitt. Nýjir eigendur voru grandlausir um sérkjörin sem Dagskrá kynnti fyrir Alp sem greinilega vildu ekki slík viðskipti. Dagskrá skyldi því greiða fyrir leiguna. Það kemur fram í niðustöðum dómsins að það ,,verði því ekki talið að stefnda hafi tekist að sýna fram á tilvist umrædds samkomulags við Auto Reykjavík ehf. Verður því ekki fallist á varnir stefnda.
Þetta er svo augljóst dæmi þess að ef menn eru ekki með skriflega samninga lenda þeir fyrr eða síðar í basli með að fá þeim fullnægt. Í þeim harða heimi sem við búum í, er nauðsynlegt að setja allt samkomulag á blað því að öðrum kosti reyna sumir allt til að losna undan ábyrgð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2007 kl. 23:36 | Facebook
Um bloggið
Pétur Steinn Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning